+VIÐBURÐIR

Náðu lengra

Viðburðir …

 

Discover Truenorth sérhæfir sig í árshátíðum, ráðstefnum, starfsdögum og hinum ýmsu hátíðarhöldum og hefur framkvæmt fjölda viðburða fyrir Íslensk og erlend fyrirtæki, vörumerki og einstaklinga. Með áratuga reynslu af viðburða- og verkefna stjórnun er teymi Discover Truenorth fremst í flokki og sér um að þinn viðburður sé framkvæmdur að þínum óskum og skilji eftir sig ógleymanlegar minningar.

 


Viðskiptavinir segja


Fólkið hjá Discover Truenorth fær mín bestu meðmæli. Hef unnið með þeim nokkrum sinnum og þau sinna verkefnunum alltaf af fullkominni fagmennsku en eru um leið hlý og skemmtileg. Ég get alltaf treyst því að verkefnin séu kláruð og að hugsað sé fyrir öllum smáatriðum.
— Nanna k. Tryggvadóttir - Aðstoðarmaður Bankastjóra LÍ

We have utilised Discover Truenorth services for Hvíta Húsið and for many of our clients. It is safe to say, that doing business with DTN ensures quality and excellent services in both catering and events. DTN’s crew are major league people.
— Kristinn R. Árnason General Manager for Hvíta Húsið

DTN býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu þegar kemur að skipulagningu viðburða og hafa þau sýnt mikið frumkvæði þegar kemur að því að finna hugmyndir eða lausnir þegar á þarf að halda. Samstarfið hefur verið einstaklega gott en einnig skemmtilegt sem er mikilvægur partur í því ná árangri.
— Jón Cleon Sigurðsson

Bara nokkur dæmi

 

Landsbankinn 2015, 2017 & 2019

Discover Truenorth hefur annast árshátíðir Landsbankans í vel yfir áratug með stórskemmtilegri útkomu ár eftir ár.

Hlutverk Discover Truenorth hefur verið að hanna heildarmynd hátíðanna, koma með hugmyndir að veitingum í samvinnu við veitingaðila og smíða fjölbreytta og skemmtilega dagskrá með bestu skemmtikröftum Íslands eins og Páli Óskari, Mið-Íslandi, Þórunni Antoníu, Dóru Júlíu, Jóa P & Króla, Helga Björns, Stebba Hilmars og fjöldanum öllum af öðrum þjóðþekktum einstaklingum sem hafa sett markið hátt ár eftir ár með eftirminnilegum hætti og góðum minningum gesta og skipuleggjenda.


 
_DSC9267.jpg
 
_DSC7289.jpg

CCEP

Að starta nýju ári er mikið mannauðsmál

Undanfarin ár höfum við hjálpað til að gera þessa árlegu kynningu á stefnu CCEP að viðburði. Koma starfsfólki á óvart og gera þeim um leið glaðan dag.

 
 

BL

Discover Truenorth er búinn að haldið marga viðburði fyrir BL

Kynningar á nýjum vörutegundum er okkar ástríða. Finna nýjar leiðir til að vekja áhuga og framkvæma það þannig að eftir verður tekið. Jaguar, Austin Mini og Landrover hafa verið meðal þeirra bifreiða sem við höfum hjálpað BL með að koma á framfæri.

 
_DSC4410.jpg
 
_S4I5768.jpeg

SÍMINN

Síminn hefur unnið með Discover Truenorth að fjölmörgum árshátíðum…

sem sniðnar voru í kringum nýstárlegar hugmyndir í nálgun starfsmanna skemmtana og má þar helst nefna árshátíð í þema tónlistarþáttarins ‘Óskalög Þjóðarinnar’ með Jóni Ólafssyni þar sem Jón kom að skipulagningu skemmtiatriða með okkur og valin voru 100 bestu Íslensku lögin sem starfsmenn Símans kusu svo um og valin var topp listi laga sem fluttur var af stórskotaliði Íslenskrar tónlistar á árshátíðinni sem haldin var í Laugardalshöll. Á meðan á árshátíð stóð var kosið um besta flutninginn og óskalag Símans valið sem flutt var aftur af sigurvegara við mikil fagnaðarlæti.

 


 
_DSC7064.jpg
 
_DSC8274.jpg

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg leitaði til Discover Truenorth vegna framkvæmdar Snjallborgar ráðstefnu sem haldin var í Hörpu árið 2018 þar sem fjöldi innlendra og erlendra fyrrirlesara fluttu erindi sín.

Reykjavíkurborg leitaði til Discover Truenorth vegna framkvæmdar Snjallborgar ráðstefnu sem haldin var í Hörpu árið 2018 þar sem fjöldi innlendra or erlendra fyrrirlesara fluttu erindi sín. Harpa tók á sig framtíðarsýn snjallborgar á meðan á ráðstefnunni stóð og má þar helst nefna sjálfkeyrandi strætó sem ók sína fyrstu ferð frá Hörpu að Sólfarinu og til baka með Dag B. Eggertsson Borgarstjóra Reykjavíkur og Sigurð Inga Jóhannsson Samgönguráðherra ásamt fleirum um borð.

Viðburðinum var streymt beint á netmiðlum og Bergur Ebbi, Framtíðarfræðingur sagði skemmtilega frá ráðstefnunni með atriðum og viðtölum við gesti í hléum milli fyrirlestra. Að ráðstefnu lokinni var fyrirlesurum og gestum boðið að þiggja veitingar Í Hörrpuhorni á meðan DJ Dóra Júlía sá um tónlist.

 
Rafbill_vefur_flag.jpg
 
5fa407eb7d649f783076c2c7_ipad-mockup-scene-1.jpg

Landsvirkjun

Glaðventa um Gjörvalt Land var yfirskrift jólaviðburðar Landsvirkjunar á því furðulega ári 2020…

sem einkenndist af samkomu takmörkunum og streymisviðburðum. Discover Truenorth vann með Eiríksson Brasserie við matargerð sem send var á 270 heimili og land allt og notið meðal gesta sem fylgdust með viðburðinum í beinni útsendingu heima í stofu. Skemmtikraftar voru engir aðrir en Bogomil Font & Hljómsveit auk söngvarana Ágústu Evu, Siggu Beinteins og Páli Óskari. Auk tónlistaratriða voru veitt verðlaun fyrir flottasta hátíðarfatnað gesta á streymisviðburðinum og kosið um það á innra neti Landsvirkjunar þar sem gestir deildu myndum. Sóley Kristjánsdóttir (DJ Sóley) var með spurningakeppni og sigurvegari krýndur í beinni útsendingu en einnig var dregið í happdrætti og fengu allir vinningshafar glaðning. Streymið var unnið í samvinnnu við Luxor og heppnaðist vonum framar við mikinn fögnuð gesta og skipuleggjanda innan Landsvirkjunar.

 


 
IMG_3032.jpeg
 
IMG_1553.jpeg

Landsvirkjun -Virkjanir

Búðarháls / Búrfell 2 / Þeistareykir

Landsvirkjun hefur kosið að vinna með Discover Truenorth við fjölda viðburða og athafna á vegum fyrrirtækisins. Discover Truenorth annaðist utanumhald gangsetningu Búðarhálsvirkjunar, Búrfellsvirkjunar 2 og Þeistareykjavirkjunar auk hornsteins athafnar Þeistareykjavirkjunar þar sem Forseti Íslands og ráðherrar voru meðal gesta

 


 
IMG_5702.jpeg
 
IMG_6583.jpeg

Bakkavör

Bakkavör hélt glæsilega veislu á Kjarvalsstöðum…

og fékk teymi Discover Truenorth til þess að annast utanumhald og dagskrá. Skreytingar viðburðarins voru í anda norðurljósa á meðan tjöld fyrir utan veislusal voru innréttuð og skreytt í stíl vindla og viskýstofu. Stefán Hilmars, Ágústa Eva og Helgi Björns sáu um að skemmta gestum ásamt hljómsveit. Að loknum viðburði varr öllum gestum ekið heim af Servio.

 

 


 
_DSC4624-Edit.jpg
 
_DSC4850.jpg